Fréttir  • Audlindagardurinnverdlaun

HS Orka hlýtur Energy Globe Award fyrir Auðlindagarðinn

6.6.2017 Starfsemi Útgáfa

Árið 2015 vann GAMMA Ráðgjöf ítarlega skýrslu um efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins.

HS Orka hlaut á Alþjóðlega umhverfisdeginum, umhverfisverðlaun Energy Globe Award sem veitt eru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Í ár voru valin 178 verkefni víðsvegar að úr heiminum og var Auðlindagarðurinn valinn besta íslenska verkefnið.

Árið 2015 vann GAMMA: Ráðgjöf ítarlega skýrslu um efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins sem kynnt var á ráðstefnu á vordögum sama ár. Í samantekt um skýrsluna segir „Frá árinu 2008 hefur Auðlindagarðurinn og fyrirtækin sem þar starfa tekið stakkaskiptum. Vöxtur garðsins hefur gegnt mikilvægu hlutverki í endurreisn og umbreytingu vinnumarkaðar á Suðurnesjum, en þar hefur verið á brattann að sækja síðustu ár. Ætla má að frá 2011 hafi eitt af hverjum fjórum nýjum störfum á Suðurnesjum tengst garðinum með einum eða öðrum hætti.“ Skýrsluna má lesa í heild sinni hér:

Auðlindagarðurinn

HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins sem framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Fyrirtækin innan Auðlindagarðsins eru Bláa Lónið, Haustak, Háteigur, ORF Líftækni, Carbon Recycling International, Northern Light Inn hótel og Stolt Sea Farm. 

Við óskum Auðlindagarðinum til hamingju með þennan merka áfanga.

Screen-Shot-2017-06-06-at-17.38.25

 

Senda grein