Hrólfur Andri Tómasson ráðinn til GAMMA Capital Management
Hrólfur Andri mun starfa sem verkefnastjóri við sérhæfðar fjárfestingar.
Hrólfur Andri Tómasson hefur hafið störf hjá GAMMA Capital Management. Hrólfur mun starfa sem verkefnastjóri við sérhæfðar fjárfestingar hjá GAMMA.
Hann hefur áður starfað hjá Arctica Finance við fyrirtækjaráðgjöf, hjá Blackstone Group við greiningu á fjárfestingarkostum og hjá nýsköpunarsjóðnum Octopus Investments í London.
Hrólfur er með B.S. gráðu í vélaverkfræði frá HÍ og MBA frá London Business School.