FréttirHeimurinn opnast á nýjan leik

13.3.2017 Starfsemi

Í gær var tilkynnt að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði afnumin á morgun með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál.

Að okkar mati er hér um gríðarlega mikilvægt skref að ræða og í raun síðasta skrefið í því að ljúka ferli endurreisnar hagkerfisins eftir bankahrunið 2008.

Eitt það versta við gjaldeyrishöft eru glötuð tækifæri; nú munu opnast fyrir Íslendingum á nýjan leik aðgangur að erlendum fjármálamörkuðum með tilheyrandi ávöxtunarmöguleikum og áhættudreifingu eigna.

GAMMA vel undirbúið undir afnám hafta

Við hjá GAMMA höfum undirbúið þessi tímamót síðustu tvö árin og erum vel í stakk búin til að bjóða okkar viðskiptavinum upp á fjölbreytta erlenda fjárfestingarkosti, jafnt í gegnum erlenda samstarfsaðila og eigin sjóði.  Einnig getum við aðstoðað viðskiptavini okkar að setja upp bankaviðskipti við erlendar fjármálastofnanir. Að auki höfum við á að skipa á skrifstofum okkar öfluga sérfræðinga í fyrirtækjaráðgjöf sem geta aðstoðað íslenska fjárfesta og fyrirtæki við fjárfestingar í erlendum fyrirtækjum. Að lokum má nefna að við höfum aðstoðað íslenska fjárfesta við að kaupa fasteignir í London, bæði aðstoð við val á eigum og fjármögnun þeirra.

Skrifstofur í London og New York

Það eru 18 mánuðir síðan við hófum starfsemi í London og á næstu mánuðum mun opna skrifstofa í New York. Á skrifstofu okkar í London starfa nú 5 starfsmenn og verða 3 til að byrja með í NY.

Fjöldi erlendra samstarfsaðila

Helstu erlendu samstarfsaðilar okkar eru PIMCO, GAM, Cheyne Capital og Barclays Wealth. Sem dæmi um erlenda sjóði má nefna PIMCO GIS Income Fund sem er skuldabréfasjóður sem fjárfestir í öllum tegundum skuldabréfa víðsvegar um heiminn. Einnig má nefna GAM Star Composite Global Equity sem fjárfestir í skráðum hlutabréfum á helstu mörkuðum. Í gegnum Cheyne Capital getum við boðið upp á fjárfestingar í sérhæfðum skuldabréfum og fasteignum. Í gegnum aðra samstarfsaðila bjóðum við upp á sjóði sem fjárfesta í innviðum, beinum útlánum til fyrirtækja, félagslegum innviðum og fyrirtækjaverkefnum.

GAM_GL_800x600_markpostur_02[4]texti

GAMMA Global Invest

Sem dæmi um þá fjárfestingarkosti sem viðskiptavinum okkar standa til boða má nefna GAMMA Global Invest sem er fjárfestingarsjóður fyrir almenna fjárfesta sem fjárfestir í hlutabréfum, skuldabréfum, innlánum, fagfjárfestasjóðum og fyrirtækjaverkefnum víða um heim. Sjóðurinn er gerður upp í Evrum. Sjóðurinn leitast við ná fram mikilli eignadreifingu, bæði á milli eignaflokka og á milli landsvæða. Í gegnum samstarfsaðila GAMMA hefur sjóðurinn aðgang að fjölda fjárfestingarkosta á kjörum sem alla jafna stendur almennum fjárfestum ekki til boða. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna hér www.gamma.is/sjodir/gamma-global/

Sérhæfðir fjárfestingarkostir

Á næstunni munu tveir sjóðir á vegum GAMMA í London hefja starfsemi. Annar þeirra fjárfestir einkum í nýbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bretlandi í samstarfi við öfluga og reynslumikla aðila á þeim markaði. Hinn sjóðurinn fjárfestir í sérhæfðum útlánum til fyrirtækja og einstaklinga í Englandi.

Gisli-Hauksson-13

 

Allar frekari upplýsingar um erlenda fjárfestingarkosti veita starfsmenn GAMMA á Íslandi gamma@gamma.is og starfsmenn London skrifstofu gcm@gcm.co.uk

 

 

Senda grein