Fréttir  • HFM_European_Performance_awards_2018_WINNER_01

GAMMA verðlaunað annað árið í röð

27.4.2018 Starfsemi

GAMMA Capital Mana­gement hlaut í gær verðlaun fyr­ir bestu sjóðastýr­ingu í Evr­ópu á grund­velli efna­hags­grein­ing­ar (e. macro) á árinu sem leið, en GAMMA hlaut einnig tilnefningar í flokki bestu skuldabréfasjóða álfunnar og í flokki nýliða sem fjárfesta á grundvelli efnahagsgreiningar.

GAMMA Capital Mana­gement hlaut í gær verðlaun fyr­ir bestu sjóðastýr­ingu í Evr­ópu á grund­velli efna­hags­grein­ing­ar (e. macro) á árinu sem leið, í flokki fagfjárfestasjóða und­ir 500 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, en GAMMA hlaut þrjár tilnefningar að þessu sinni þ.e. einnig í flokki bestu skuldabréfasjóða álfunnar og í flokki nýliða sem fjárfesta á grundvelli efnahagsgreiningar.

Verðlaun­in eru veitt árlega af fag­tíma­rit­inu HFMWeek við hátíðlega at­höfn í Lundúnum, en Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA, veitti verðlaunagripnum viðtöku.

“Það er okkur sönn ánægja að veita þessari viðurkenningu viðtöku í hópi fremstu sjóðsstjóra heims og ég er mjög stoltur af okkar starfsfólki. Verðlaun HFMWeek eru mik­il­væg staðfest­ing á því að sjóðastýring GAMMA og vinna okk­ar er á heimsmælikvarða og hvatning um að halda áfram á sömu braut,“ segir Valdimar.

Þetta er annað árið í röð sem GAMMA hlotnast verðlaunin, en um er að ræða ein virtustu verðlaun sem veitt eru evrópskum fagfjárfestasjóðum. Mörg fremstu sjóðastýringafélög heims etja kappi um viðurkenninguna árlega.

Dómnefnd skipuð leiðandi fjárfestum og fagfólki á sviði eignastýringar velur sigurvegarana, en verðlaunin eru veitt sjóðum sem skilað hafa framúrskarandi áhættuleiðréttri ávöxtun til fjárfesta eða skarað fram úr að öðru leyti.

„Við höf­um unnið eft­ir þeirri sýn frá upp­hafi að byggja fjár­fest­ing­ar sjóða á ít­ar­legri efna­hags­grein­ingu. Það er einkar ánægjulegt að GAMMA sé að festa sig í sessi á meðal fremstu sjóðastýringarfélaga Evrópu á því sviði, en fyrst og fremst gleðjumst við yfir því að geta skilað viðskiptavinum okkar ávöxtun sem er samkeppnishæf á heimsvísu,“ segir Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða GAMMA og annar stofnenda félagsins.


 

Senda grein