FréttirGAMMA Total Return Fund: Eignadreifing sem skilar árangri

17.2.2017 Starfsemi

Árið 2016 skilaði Total Return Fund 14,73% ávöxtun. Það er besta ávöxtun í samanburði við aðra sambærilega sjóði á íslenskum fjármálamarkaði.

Total Return Fund 

Árið 2016 skilaði Total Return Fund 14,73% ávöxtun. Það er besta ávöxtun í samanburði við aðra sambærilega sjóði á íslenskum fjármálamarkaði, samkvæmt vefsvæðinu keldan.is en ávöxtun annarra blandaðra sjóða var -1% til 6%.Frá stofnun sjóðsins, 2. maí 2012, hefur meðalávöxtun á ári verið 14,03%. Total Return Fund er fjárfestingarsjóður hjá GAMMA, opinn fyrir alla fjárfesta og hugsaður til millilangs eða langs tíma. 

Sjóðstjóri Total Return Fund

Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur, er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA og hefur verið hjá GAMMA frá 2009. Valdimar hefur 17 ára starfsreynslu á fjármálamörkuðum og starfaði áður hjá ABN AMRO í London og New York. 
Screen-Shot-2017-02-17-at-15.05.28Nánari upplýsingar / 519 3300 / gamma(at)gamma.is / gamma.is 

Senda grein