FréttirGAMMA styrkir uppsetningu á bresku verðlaunaleikriti

18.5.2017 Samfélagsmál

GAMMA er aðalstyrktaraðili uppsetningar leikhópsins Lakehouse Theatre á leikritinu Í samhengi við stjörnurnar (Constellations) eftir breska leikskáldið Nick Payne.

Leikritið, sem er nú sett upp á íslensku í fyrsta sinn, sló í gegn á West End í London og á Broadway í New York. Verkið hreppti Evening Standard leikhúsverðlaunin sem besta leikrit ársins í Bretlandi árið 2012 og varð höfundurinn þá yngsti handhafi þeirra verðlauna. Sýningin fékk frábæra dóma beggja vegna Atlantshafsins og hlaut til að mynda fimm stjörnur hjá Telegraph í Bretlandi þar sem gagnrýnandi blaðsins sagði sýninguna stórkostlega.

„Frá því að GAMMA hóf starfsemi í Bretlandi fyrir tveimur árum hefur félagið haft það að markmiði að leggja sitt af mörkum til að efla menningartengsl á milli Bretlands og Íslands og það er okkur því mikið ánægjuefni að geta stuðlað að því, sem aðalstyrktaraðili sýningarinnar, að þetta frábæra breska verk sé nú sýnt hér á landi,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og forstjóri GAMMA í Bretlandi.

GAM_Mailchimp_Stjornur_1000x1000_v2

Senda grein