FréttirGAMMA styður við háskólasamfélagið

17.5.2017 Samfélagsmál

GAMMA hefur frá stofnun lagt mikla áherslu á að efla tengsl háskólanáms og atvinnulífs.

GAMMA Capital Management hefur á að skipa öflugu teymi sérfræðinga af ýmsum fræðasviðum og telur æskilegt að starfsmenn sinni háskólakennslu samhliða störfum. Þrettán starfsmenn og ráðgjafar hjá GAMMA sinna nú kennslu á háskólastigi, eða hafa gert á undanförnum misserum, og hafa fjölmargir nemendur þeirra í framhaldinu hafið störf hjá félaginu, ýmist sem sumarstarfsmenn eða fastráðnir starfsmenn.

Forstjóri GAMMA, Valdimar Ármann, er aðjúnkt við Háskóla Íslands og kennir námskeið um skuldabréf í meistaranámi í fjármálahagfræði, ásamt Ellerti Arnarsyni, sjóðsstjóra hjá GAMMA, en Ellert hefur jafnframt sinnt kennslu í verkfræði við skólann. Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða, hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og m.a. kennt námskeið um skuldabréf í meistaranámi í hagfræði. 

Guðmundur Björnsson, rekstrar- og áhættustjóri, hefur starfað sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík og jafnframt kennt afleiður í námi til prófs í verðbréfaviðskiptum. Ragnar Jónasson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, er stundakennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar höfundarétt, en hefur jafnframt kennt í námskeiðum á sviði verðbréfamarkaðsréttar og félagaréttar við lagadeild Háskóla Íslands.

Ingvi Hrafn Óskarsson, framkvæmdastjóri sérhæfðra fjárfestinga, var aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands, auk þess að kenna í námi til prófs í verðbréfaviðskiptum. Sölvi Blöndal, sérfræðingur hjá GAMMA, hefur kennt hagfræði við Háskóla Íslands og Jóhann Gísli Jóhannsson, sjóðsstjóri, kennir námskeið um fjármálahagfræði í hagfræði við Háskóla Íslands.

Alexander Jensen Hjálmarsson, sjóðsstjóri, hefur verið aðstoðarkennari í skuldabréfa- og afleiðuáfanga fyrir viðskipta- og hagfræðinema í Háskóla Íslands á undanförnum árum. Þá hefur Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá GAMMA í London, kennt í námskeiðum í hagnýtri stærðfræði og rekstrarhagfræði við Háskólann í Reykjavík. Valur Fannar Þórsson, sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum, hefur einnig verið stundakennari í kennslu í endurskoðun, fjármálaverkfræði og viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. 

Efnahagsráðgjafi GAMMA er dr. Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrum forseti deildarinnar, en Friðrik Már var áður prófessor við Háskóla Íslands. Þá starfar dr. Tryggvi Þór Herbertsson sem fjármálaráðgjafi hjá GAMMA, en hann er fyrrum prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Gamma96486_minusdrasl

Senda grein