FréttirGAMMA styður listamannasetur í minningu Georgs Guðna

6.3.2017 Samfélagsmál

GAMMA verður aðalstyrktaraðili listamannasetursins Berangurs, undir Heklurótum, sem verið er að reisa í minningu listmálarans Georgs Guðna.

GAMMA verður aðalstyrktaraðili listamannasetursins Berangurs, undir Heklurótum, sem verið er að reisa í minningu listmálarans Georgs Guðna, sem féll frá langt um aldur fram árið 2011. Ætlunin er að nota Berangur til stuðnings listsköpun og tengja órjúfanlega nafni og minningu Georgs Guðna og listar hans. 

GAMMA styður við listamannasetrið til næstu fimm ára, að minnsta kosti, og mun stuðla að framgangi þess og starfi tengdu verkefninu í samstarfi við þá sem næst listamanninum stóðu. Í tengslum við samstarfið stendur meðal annars til að setja upp sýningu á verkum Georgs Guðna í Gallery GAMMA. Á árinu 2015 var GAMMA einn af framleiðendum heimildarmyndarinnar Sjóndeildarhringur (Horizon) sem fjallaði um Georg Guðna. 

GAMMA hefur á undanförnum árum stutt við bakið á lista- og menningarstarfsemi hér heima og erlendis og er félagið meðal annars aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. GAMMA leggur jafnframt áherslu á að kynna samtímalist fyrir almenningi og setur að jafnaði upp fjórar sýningar á ári í Gallery GAMMA, Garðstræti 37, en galleríið er opið almenningi. 

GAMMA Capital Management rekur starfsstöðvar í Reykjavík og London og er með yfir 120 milljarða króna í stýringu fyrir viðskiptavini sína. Stefnt er að opnun skrifstofu í New York á árinu 2017.

GeorggudniVið undirritun samstarfssamningsins. Á myndinni eru Sigrún Jónasdóttir, ekkja Georgs Guðna, Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og Gunnar Jónsson lögmaður.

Senda grein