FréttirGAMMA stoltur fjármögnunaraðili Ég man þig

8.5.2017 Samfélagsmál

Íslenska spennumyndin Ég man þig var frumsýnd um helgina. GAMMA Capital Management kom að fjármögnun og fjármálaráðgjöf vegna myndarinnar.

Myndin er byggð á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur og segir frá ungu fólki sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur og fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í eyðiþorpinu. 

Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson og aðalleikarar Jóhannes Haukur Jóhannesson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Framleiðendur myndarinnar eru Sigurjón Sighvatsson, Skúli Malmquist, Þórir Snær Sigurjónsson og Chris Briggs.

Screen-Shot-2017-05-08-at-12.26.02

Senda grein