Fréttir



  • Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða
    Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA

GAMMA: Iceland Fixed Income Fund tilnefndur til evrópskra sjóðaverðlauna

8.11.2017 Starfsemi

Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Iceland Fixed Income Fund (GAMMA: IFIF) hefur verið tilnefndur til evrópsku sjóðaverðlaunanna HFR European Performance Awards 2017.

GAMMA: IFIF er tilnefndur sem besti fagfjárfestasjóður Evrópu innan við 100 milljónir Bandaríkjadala að stærð, en GAMMA keppir þar við mörg fremstu sjóðastýringarfyrirtæki álfunnar. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum þann 23. nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur sjóður er tilnefndur til verðlaunanna. 

Þetta er í þriðja skiptið á árinu sem sjóðum GAMMA hlotnast viðurkenning á alþjóðlegum vettvangi fyrir framúrskarandi árangur. GAMMA hlaut verðlaun fagtímaritsins HFMWeek í flokki sjóðastýringar á grundvelli efnahagsgreiningar (e. Macro under 500m USD) í apríl síðastliðnum, auk þess sem sérhæfði lánasjóðurinn GAMMA: Credit Opportunity Fund er tilnefndur til verðlauna í fjórum flokkum á ACI European Performance Awards, sem einnig verða veitt í nóvember.

„Við hjá GAMMA erum afar stolt af því að hljóta enn á ný viðurkenningu á þeim árangri sem við höfum náð fyrir hönd viðskiptavina okkar. Iceland Fixed Income Fund var fyrsti sjóðurinn sem GAMMA setti á fót og er lýsandi fyrir þá fjárfestingarstefnu sem við höfum fylgt frá upphafi. Það er því afar ánægjulegt að sjóðurinn sé talinn á meðal bestu fagfjárfestasjóða Evrópu,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA.

Senda grein