Fréttir



GAMMA hlýtur evrópsk verðlaun fyrir sjóðastýringu

7.5.2017 Starfsemi

GAMMA Capital Management hlaut í síðustu viku verðlaun fyrir bestu sjóðastýringu í Evrópu á grundvelli efnahagsgreiningar (e. Macro), í flokki sjóða undir 500 milljónum Bandaríkjadala

Verðlaunin voru veitt af fagtímaritinu HFM Week við hátíðlega athöfn í London þar sem helstu sjóðastýringarfyrirtæki í Evrópu kepptu um verðlaun. Verðlaunahafar voru valdir af tólf manna dómnefnd erlendra sérfræðinga, meðal annars frá UBS, Deutsche Bank og KPMG. Á meðal fjármálafyrirtækja sem hlutu verðlaun eða viðurkenningar við þetta tækifæri, auk GAMMA, voru HSBC, SEB og Deutsche Bank.

Gísli Hauksson, stjórnarformaður og annar af stofnendum GAMMA, tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins. GAMMA hóf starfsemi í London árið 2015 og stefnir á opnun skrifstofu í New York síðar á þessu ári.

"Þetta er einstök viðurkenning fyrir GAMMA, og sérlega ánægjulegt þar sem við höfum unnið eftir þeirri sýn frá upphafi að byggja fjárfestingar sjóða á ítarlegri efnahagsgreiningu. Þá gefur þetta okkur mikinn byr í seglin í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Verðlaunin eru þó ekki síður mikilvæg staðfesting á því að vinna okkar á erlendri grundu á undanförnum misserum er að skila árangri og að GAMMA getur nú borið sig saman við fremstu sjóðastýringarfyrirtæki Evrópu,” segir Gísli Hauksson.

Gislihauksson-heimasida

Senda grein