Fréttir  • Umfjollun_vb_8des2016

GAMMA hæst á árinu

9.12.2016 Starfsemi

Í frétt Viðskiptablaðsins koma sjóðir GAMMA vel út í samanburði yfir ávöxtun sjóða á árinu. 

Í grein Viðskiptablaðsins þann 8. desember segir: „Það sem af er ári hefur sjóðurinn Total Return í stýringu GAMMA skilað hæstu ávöxtuninni meðal verðbréfa- og fjárfestingarsjóða sambærilegra rekstrarfélaga. Sjóður GAMMA í innlendum hlutabréfum ber höfuð og herðar yfir aðra innlenda hlutabréfasjóði.“

Í umfjöllun blaðsins kemur fram að í innlendum hlutabréfum hafi tveir sjóðir skilað jákvæðri nafnávöxtun frá áramótum.

„GAMMA: Equity ber höfuð og herðar yfir markaðinn sem og samkeppnisaðila, en sjóðurinn ber 5,3% ávöxtun það sem af er ári og 7,4% ávöxtun síðastliðna tólf mánuði. Til samanburðar hafa innlendir hlutabréfasjóðir Alda Asset Management, Landsbréfa, Rekstrarfélags Virðingar, Íslandssjóða, Júpíters rekstrarfélags og Stefnis skilað neikvæðri ávöxtun á árinu. Ávöxtun á innlendu hlutabréfasafni Íslandssjóða (IS Hlutabréfasjóður) er -7,4% frá áramótum og ávöxtun á IS-15 sjóði Stefnis, sem er stærsti hlutabréfasjóðurinn á landinu (tæplega 40 milljarðar króna), er -12,6%. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúmlega 10% á árinu en innlendur hlutabréfasjóður GAMMA hefur skilað 5,3% nafnávöxtun.“ 

Trú á íslenska hagkerfinu

Valdimar-heimasida

Valdimar Ármann framkvæmdastjóra GAMMA segir í viðtali við Viðskiptablaðið að árangur hlutabréfasjóðsins skýrist að langmestu leyti af sýn og trú GAMMA á fjárfestingum í íslenska hagkerfinu.

„Við sáum fram á að fyrirtæki í íslenskum rekstri yrðu góðir fjárfestingarkostir vegna mikillar aukningar í þjónustu við ferðamenn, lækkandi atvinnuleysis, lágrar verðbólgu og töluverðrar kaupmáttaraukningar. Á sama tíma var ljóst að gjaldeyrisinnflæði yrði umtalsvert og að þá yrðu meiri líkur en minni á að krónan myndi styrkjast. Það átti sér stað algör umbreyting um áramótin. Þá fóru félög með erlenda starfsemi, sem gera upp í erlendum gjaldmiðlum – Icelandair, Össur og Marel – að lækka í verðmæti í krónum talið, sem skýrist að nokkru leyti vegna styrkingar krónunnar. Við höfum verið undirvigtaðir í þessum félögum og meira yfirvigtaðir í „hreinum“ íslenskum félögum, eins og N1, Högum og fasteignafélögunum,“ segir Valdimar við Viðskiptablaðið.

Góð ávöxtun í öllum helstu eignaflokkum

Þá hafa sjóðir í rekstri GAMMA undanfarið skilað mjög góðri ávöxtun öllum helstu eignaflokkum, s.s. hlutabréfum, fyrirtækjaskuldabréfum og ríkisskuldabréfum (lausafjársjóður GAMMA, GAMMA: Liquid, hefur í dag ekki náð tólf mánaða ávöxtunarsögu). Eftirfarandi tafla (skv. keldan.is ) sýnir ávöxtun og röðun innan flokks sambærilegra sjóða, miðað við lok nóvember mánaðar. (skv. keldan.is)

Screen-Shot-2016-12-09-at-14.58.57

Eftirfarandi tafla (skv. keldan.is ) sýnir alla samanburðarsjóði og ávöxtun þeirra. Athuga verður að ekki eru allir sjóðir fyllilega samanburðarhæfir þar sem þeir hafa mismunandi fjárfestingarheimildir í mismunandi eignaflokkum.

Um er að ræða alla ríkisskuldabréfasjóði sem hafa heimildir til að fjárfesta í öllum ríkistryggðum skuldabréfum. Verðtryggðir og óverðtryggðir sjóðir eru ekki teknir með. Ríkisbréfasjóðir sem hafa heimildir til innlána allt að 50% eru hins vegar teknir með (GAMMA: GOV hefur ekki heimild til innlána).

Screen-Shot-2016-12-09-at-14.59.11

Allar nánari upplýsingar um sjóði GAMMA má sjá á heimasíðu GAMMA www.gamma.is eða á skrifstofu félagsins í tölvupósti gamma(at)gamma.is eða síma 519-3300. Útboðslýsingu sjóðanna, reglur og lykilupplýsingar má nálgast á vef GAMMA. Hafa verður í huga að ávöxtun í fortíð gefur ekki fyrirheit um ávöxtun í framtíð. 

Senda grein