Fréttir



GAMMA Global Invest hefur starfsemi

8.11.2016 Starfsemi

GAMMA Global Invest, sérhæfður alþjóðlegur fjárfestingarsjóður GAMMA Capital Management, hóf starfsemi í dag, að fenginni staðfestingu frá Fjármálaeftirlitinu.

Gisli-Hauksson-13

GAMMA Global Invest verður skráður í evrum og hefur heimild til fjárfestinga erlendis, í samræmi viðnýsamþykkt lög um afnám gjaldeyrishafta og geta fjárfestar nýtt erlendar fjárfestingarheimildir sínar samkvæmt þeim lögum, allt að 30 milljónir króna, til fjárfestinga í sjóðnum. Hækkar sú fjárhæð í 100 milljónir króna um áramótin.

Sjóðurinn er opinn almennum fjárfestum og stofnanafjárfestum sem vilja auka vægi erlendra eigna í eignasöfnum sínum.

Sjóðurinn fjárfestir í erlendum verðbréfasjóðum (UCITS) og sérhæfðum sjóðum (AIF), þar sem undirliggjandi eignir geta meðal annars verið hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og sérhæfðar fjárfestingar. Auk þess sem sjóðurinn hefur heimild til beinna fjárfestinga, m.a. í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.

„Undirbúningur að starfsemi sjóðsins hefur staðið yfir í tvö ár og hefur GAMMA á því tímabili stofnað til samstarfs við fjölmarga öfluga erlenda banka og sjóðastýringarfyrirtæki, á borð við PIMCO og GAM, til þess að tryggja aðgang sjóðsfélaga í GAMMA Global Invest að fjölþættum fjárfestingartækifærum og eignadreifingu,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA.

Gislihauksson-heimasida

„Það er nokkurn veginn öruggt að þegar höftum á fjárfestingar erlendis verður aflétt þá munu innlendir fjárfestar sækjast eftir því að fjárfesta hluta af eignasafni sínu erlendis. Það er bæði eðlilegt og skynsamlegt. Þegar jafnvægi er náð væri sennilega hyggilegt að hlutfall erlendra fjárfestinga yrði töluvert hærra en það varð hæst, rétt áður en að höftum var komið á í október 2008,“ segir Dr. Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR og efnahagsráðgjafi GAMMA.

Fridrikheimasida

GAMMA hóf starfsemi í London 2015, fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja, eftir tilkynningu um fyrirhugað afnám hafta og rekur þar skrifstofu með sjálfstætt starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu í Bretlandi. Síðustu misseri hefur GAMMA skoðað og undirbúið fjárfestingartækifæri erlendis fyrir viðskiptavini sína, einkum í Bretlandi, og hefur að auki kynnt erlendum viðskiptavinum og fjárfestum tækifæri til fjárfestinga á Íslandi.

Auk GAMMA Global Invest er í rekstri hjá GAMMA fjárfestingarsjóðurinn Total Return Fund, sem einnig hefur heimildir til fjárfestinga erlendis. 

Valdimar-heimasida

Óskir um nánari kynningu á sjóðnum berist til Valdimars Ármann, sjóðsstjóra GAMMA Global Invest og framkvæmdastjóra sjóða hjá GAMMA, á netfangið  valdimar@gamma.is  

Útboðslýsingu sjóðsins, reglur hans og lykilupplýsingar má nálgast á vef GAMMA, www.gamma.is/sjodir/gamma-global/

 

Senda grein