Fréttir



GAMMA framúrskarandi fyrirtæki

26.1.2017 Starfsemi

GAMMA Capital Management er fjórða árið í röð á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi. 

GAMMA Capital Management er í hópi framúrskarandi fyrirtækja fyrir árið 2016. Viðurkenningar voru veittar í gær á Hilton Reykjavík Nordica fyrir rekstrarárið 2015, að viðstöddum fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannessyni.

Þetta er fjórða árið í röð sem GAMMA hefur hlotið þessa viðurkenningu. Félagið er í flokki stórra fyrirtækja og vermir 74. sæti af 624. Einungis 1,7% skráðra fyrirtækja hérlendis uppfylltu þessi skilyrði.  „Það er ánægulegt að GAMMA sé á lista framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi, það er jafnframt viðurkenning til starfsmanna okkar um góðan árangur,” segir, Gísli Hauksson forstjóri GAMMA.

Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu frá árinu 2010 og birt lista yfir þau fyrirtæki sem talin eru efla íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækin þurfa að uppfylla viss skilyrði um stöðugleika í rekstri og jákvæða afkomu.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra  ávarpaði gesti af þessu tilefni og fjallaði meðal annars um að það þyrfti að ryðja úr vegi viðskiptahömlum til að efla skilvirkni í viðskiptalífinu. Tómas Á. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllu Tómasar, sagði frá sinni reynslu úr viðskiptalífinu og að lykillinn að árangri væri að gefast aldrei upp. 

Screen-Shot-2017-01-26-at-16.35.33

 

Fjölgun starfsstöðva

 

GAMMA Capital Management er fjármálafyrirtæki með 120 milljarða króna í stýringu. Aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Reykjavík en frá árinu 2015 hefur GAMMA einnig haft starfsemi í London og er með sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu. Sjóðir í rekstri hjá GAMMA eru meðal stærstu fjárfesta á íslenskum fasteignamarkaði og reka m.a. yfir 1250 íbúðir ásamt því að standa að byggingu yfir 1.500 íbúða. Einnig eru stærstu fyrirtækjaskuldabréfasjóðir á Íslandi í rekstri hjá GAMMA. GAMMA býður einnig upp á fjölbreytt úrval sjóða sem fjárfesta m.a. í hlutabréfum, ríkisskuldabréfum, innlánum ofl.  Erlendis kemur GAMMA að fjölbreyttum fyrirtækjaverkefnum og sinnir fjárfestingarráðgjöf ásamt því að reka sjóði á Írlandi sem fjárfesta á Íslandi. Ráðgert er að opna þriðju starfsstöð fyrirtækisins í New York borg snemma á árinu 2017. Þessi áform eru hluti af þeirri stefnu GAMMA að bjóða upp á fjölbreytt fjárfestingartækifæri og eignadreifingu fyrir viðskiptavini sína.

 

 

 

Senda grein