Fréttir  • Gislihauksson-heimasida

GAMMA: Credit Opportunity Fund tilnefndur til evrópskra sjóðaverðlauna

5.10.2017 Starfsemi

Fagfjárfestasjóðurinn GAMMA: Credit Opportunity Fund hefur verið tilnefndur til evrópsku sjóðaverðlaunanna ACI European Performance Awards 2017 í fjórum flokkum

GAMMA-office

Sjóðurinn er tilnefndur sem besti sérhæfði lánasjóðurinn í Evrópu, besti evrópski sjóðurinn í flokki beinna lánveitinga, besti hávaxtasjóðurinn í Evrópu og besti blandaði lánasjóðurinn í Evrópu. Verðlaunin eru veitt þeim sjóðum sem hafa skarað fram úr á sviði sérhæfðra lánveitinga í Evrópu en GAMMA keppir þar um verðlaun við nokkur af fremstu sjóðastýringarfyrirtækjum heims, á borð við Cheyne Capital og Man Group. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum þann 2. nóvember. 

Þetta er í annað skiptið á árinu sem sjóðum GAMMA hlotnast viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur, en GAMMA hlaut verðlaun fagtímaritsins HFMWeek í flokki sjóðastýringar á grundvelli efnahagsgreiningar (e. Macro under $500m) í apríl síðastliðnum.

„Við hjá GAMMA erum afar stolt af þessum tilnefningum til evrópsku sjóðaverðlaunanna. Um er að ræða staðfestingu á því að sjóðirnir okkar eru á meðal þeirra bestu í Evrópu og veitir þetta okkur hvatningu til að halda áfram á sömu braut og gera enn betur,“ segir Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA.

Hér má sjá lista yfir allar tilnefningar til European Performance Awards 2017.

Tilkynningin hér að ofan felur ekki í sér hvatningu til að eiga viðskipti með hlutdeildarskírteini. Vakin er athygli á því að GAMMA: Credit Opportunity Fund er fagfjárfestasjóður og því ekki aðgengilegur almennum fjárfestum.

Senda grein