FréttirMikilvægir áfangar náðust 2016

12.12.2016 Starfsemi

 

Við hjá GAMMA höfum náð mikilvægum áföngum árið 2016, meðal annars fengið sjálfstætt starfsleyfi í London og fluttum í nýtt og glæsilegt skrifstofuhúsnæði í Mayfair. Okkur fannst tilvalið að kynna það fyrir fleirum í stuttu myndbandi.

 

Árið 2015 varð GAMMA fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið um árabil til þess að hefja starfsemi í London og á þessu ári veitti breska fjármálaeftirlitið GAMMA sjálfstætt starfsleyfi. Í meðfylgjandi myndbandi förum við fljótt yfir sögu hvernig GAMMA er í enn betri stöðu en áður til að veita viðskiptavinum sínum öfluga þjónustu á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars þegar kemur að erlendum verkefnum, fjárfestingum, fjármögnun og greiningarvinnu.

GAMMA Capital Management 2016

Gisli-Hauksson-13

Skrifstofur GAMMA Capital Management í London við 25 Upper Brook Street, Mayfair. 

 

Senda grein