FréttirFagnaður British Open í Gallery GAMMA

24.7.2017 Samfélagsmál

GAMMA og breska sendiráðið fögnuðu upphafi British Open í síðustu viku með glæsilegu hófi í Gallery GAMMA.

Síðast liðinn fimmtudag fögnuðum við upphafi British Open golfmótsins með hófi sem GAMMA hélt með breska sendiráðinu á Íslandi. Forseti golfsambandsins, Haukur Örn Birgisson var heiðurgestur og hélt stutta tölu um mótið og mikilvægi þess og Michael Nevin sendiherra Bretlands hélt einnnig ræðu um samstarf Íslands og Bretlands og mikilvægi góðra samskipta landanna. En aðalviðburður eftirmiðdagsins var vippkeppni sem haldin var í garðinum hjá okkur. Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og Michael Nevin sendiherra Bretlands á Íslandi sjást hér á flötinni sem sett var upp fyrir keppnina.

IMG_5090

Senda grein