Fréttir



Evrópumótið í Fischer-slembiskák fer fram í dag

9.3.2018 Samfélagsmál

Mótið byrjar í dag í Hörpu á 75 ára afmælisdegi Fischers. Menntamálaráðherra setur mótið. 

1993_bobby_and_susan_playing_chess_in_the_background_the_chessclock_which_fischer_left_at_the_polgar_family_and_now

Mótið er einstæður viðburður enda fyrsta opinbera slíka mót í heiminum. Flestir sterkustu keppendur mótsins eru skráðir til leiks. Meira að segja mæta nokkrir keppendur sérstaklega til landsins, frá Hollandi, til að taka þátt. Mótið hefst kl.13 og mun Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, setja mótið og leika fyrst leik þess. Væntalega fyrsti ráðherra heims sem leikur fyrsta leikinn í Fischer-slembiskákmóti í heiminum!

Þótt að mótið sé Evrópumótið er mótið opið öllum. Efsti Evrópubúinn verður hins vegar krýndur Evrópumeistari. 

Bobby Fischer þróaði skákina meðal annars í samstarfi við sérstakan gest Reykjavíkurskákmótsins, Susan Polgar, og hér ein fárra mynda af Fischer tefla slíka skák - sennilega tekin um miðja tíunda áratuginn. 

Susan mun á sjálfan afmælisdaginn heimsækja gröf Fischers ásamt Zurab Azmaiparashvili, forseta Evrópska skáksambandsins, og án efa munu þau minnast meistarans á sérstæðan hátt. 

Að sjálfsögðu verður mótið í þráðbeinni útsendingu og geta menn fylgst með mótinu á sambærilegan hátt og öðrum umferðum. Ritstjóri hefur heimildir fyrir því að titringur en jafnframt tilhlökkun sé meðal skákskýrenda fyrir mótið enda eru allir á leiðinni í djúpu laugina - enda reynslan engin! Hið öfluga útsendingarlið mun hins vegar væntanlega leysa málið. Áhorefndur eru hvattir til að fjölmenna í Hörpu og fylgjst með mótinu. Væntanlega upplifa menn sérstakar stundir. 

Sælustund er á Smurstöðinni í Hörpu á milli 16 og 19 og pub-kviss hefst í Björtu loftum kl. 20:30. 

Senda grein