FréttirErlend þjónusta GAMMA Capital Management

12.7.2017 Starfsemi

GAMMA er með skrifstofur í fjórum löndum og með teymi starfsmanna með víðtæka þekkingu og reynslu af störfum á bæði innlendum og erlendum fjármálamarkaði.

GAMMA Capital Mangement er með skrifstofur í fjórum löndum og með teymi starfsmanna með víðtæka þekkingu og reynslu af störfum á bæði innlendum og erlendum fjármálamarkaði, með það að markmiði að veita viðskiptavinum GAMMA á Íslandi alhliða þjónustu þegar kemur að fjárfestingum erlendis.

Eftir að höft voru að afnumin á fyrstu mánuðum ársins 2017 hafa opnast tækifæri fyrir íslenska fjárfesta til erlendrar eignadreifingar að nýju. Á skrifstofum GAMMA í Reykjavík, Lundúnum og Sviss starfa öflug teymi með víðtæka þekkingu og reynslu af störfum á bæði innlendum og erlendum fjármálamarkaði, með það að markmiði að veita viðskiptavinum GAMMA á Íslandi alhliða þjónustu þegar kemur að fjárfestingum erlendis.
 
GAMMA Capital Management hóf starfsemi í London árið 2015 og starfar þar undir starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu, FCA. GAMMA var fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið til að hefja starfsemi erlendis eftir að aðgerðaáætlun um afléttingu hafta var tilkynnt. Á árinu 2017 opnaði GAMMA skrifstofu í Zurich í Sviss og síðar á árinu hefur félagið starfsemi í New York.
 
GAMMA Global InvestScreen-Shot-2017-07-12-at-11.05.23

Sem dæmi um þá fjárfestingarkosti sem viðskiptavinum okkar standa til boða má nefna GAMMA Global Invest sem er fjárfestingarsjóður fyrir almenna fjárfesta sem fjárfestir í hlutabréfum, skuldabréfum, innlánum, fagfjárfestasjóðum og fyrirtækjaverkefnum víða um heim. Sjóðurinn er gerður upp í evrum. Sjóðurinn leitast við ná fram mikilli eignadreifingu, bæði á milli eignaflokka og á milli landsvæða. Í gegnum samstarfsaðila GAMMA hefur sjóðurinn aðgang að fjölda fjárfestingarkosta á kjörum sem alla jafna standa almennum fjárfestum ekki til boða. Frekari upplýsingar um sjóðinn má finna hér http://www.gamma.is/sjodir/gamma-global Vakin er athygli á því að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í fjárfestingarsjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað.

Sjóðir samstarfsaðila

Til þess að geta boðið viðskiptavinum upp á heildstætt framboð fjárfestingarkosta í öllum lykileignaflokkum á erlendri grundu eigum við í samstarfi við mörg af fremstu sjóðastýringarfélögum veraldar, þar á meðal PIMCO, GAM, Cheyne Capital og Barclays Wealth. Við veitum viðskiptavinum aðstoð við alla umsýslu sem snýr að fjárfestingum erlendis, þar á meðal við að setja upp bankaviðskipti við erlendar fjármálastofnanir.  
 
Sem dæmi um erlenda sjóði samstarfsaðila okkar má nefna PIMCO GIS Income Fund, en það er skuldabréfasjóður sem fjárfestir í dreifðu safni fyrirtækja- og ríkisskuldabréfa víðsvegar um heiminn. Einnig má nefna GAM Star Composite Global Equity sem fjárfestir í skráðum hlutabréfum á helstu mörkuðum. Í gegnum samstarf okkar við Cheyne Capital getum við boðið upp á ýmsa sérhæfða fjárfestingarkosti, sem hafa takmarkaða fylgni við hefðbundna eignaflokka og ættu því að henta vel til áhættudreifingar. Í gegnum aðra samstarfsaðila bjóðum við upp á sjóði sem fjárfesta í innviðum, beinum útlánum til fyrirtækja, félagslegum innviðum og fyrirtækjaverkefnum.
 
Ráðgjöf

Skrifstofur okkar hafa á að skipa öflugum sérfræðingum í fyrirtækjaráðgjöf sem geta aðstoðað íslenska fjárfesta og fyrirtæki við fjárfestingar í erlendum fyrirtækjum. Að lokum má nefna að við höfum aðstoðað íslenska fjárfesta við að kaupa fasteignir í Bretlandi, bæði í tengslum við val á eignum og fjármögnun þeirra.

GAMMA-office

Fyrirvari: Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með hlutdeildarskírteini. GAMMA: Global Invest er sjóðsdeild í Fjárfestingarsjóði GAMMA skv. lögum nr. 128/2011. Rekstrarfélag sjóðsins er GAMMA Capital Management hf. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu, reglum og lykilupplýsingum (KIID), sem nálgast má á vefsvæði GAMMA eða á skrifstofu félagsins og eru fjárfestar hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar nánar. Kaupum á hlutdeildarskírteinum sjóðsins fylgir nokkur hætta á verðsveiflum en áhættumælikvarðinn getur breyst án fyrirvara.

Senda grein