Fréttir



Efnahagsráðgjöf GAMMA: Yfirburðar þekking á efnahagsmálum

21.6.2017 Starfsemi

GAMMA Ráðgjöf hefur frá stofnun félagsins unnið að efnahagsráðgjöf og greiningum fyrir stjórnvöld, sjóði, sveitarfélög, fyrirtæki og erlenda aðila. 

Starfsmenn GAMMA Ráðgjafar hafa yfirburðar þekkingu og reynslu af efnahagsmálum, greiningum, hagspám og rannsóknum. Meðal þeirra verkefna sem GAMMA Ráðgjöf hefur unnið að og hafa verið gerð opinber eru:

Upp úr öldudalnum, skýrsla sem gefin var út af GAMMA Ráðgjöf haustið 2011, þar sem fjallað var um íbúðamarkað á Íslandi frá ýmsum þáttum, t.d. framboð af Íbúðarhúsnæði, íbúðaþörf, lýðfræði, staðsetningu og þróun fasteignaverðs.

Efnahagsleg áhrif af rekstri og efnahag Landsvirkjunar til ársins 2035, skýrsla sem unnin var fyrir Landsvirkjun sumarið 2011 þar sem fjallað var um mögulegar framkvæmdir á vegum Landsvirkjunar, spár um þróun raforkuverðs, möguleika á lagningu sæstrengs og fleira. Í framhaldi af því gaf GAMMA út ítarlega greiningu áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins haustið 2013.

Auðlindagarður á Reykjanesi, skýrsla sem unnin var fyrir HS Orku og Bláa lónið vorið 2015. Í skýrslunni var fjallað um það hvernig vöxtur Auðlindagarðsins á Reykjanesi hefur gegnt mikilvægu hlutverki í endurreisn og umbreytingu vinnumarkaðar á Suðurnesjum, hvernig þyrping fyrirtækja innan garðsins myndar efnahagslega heild sem er öflugri, skilvirkari og sveigjanlegri en einföld summa þeirra fyrirtækja sem hana mynda hana og fl.

Inniviðafjárfestingar á Íslandi, skýrsla sem unnin var af frumkvæði GAMMA Ráðgjafar og kom út haustið 2016. Í skýrslunni er farið er yfir stöðu hagkerfisins, helstu módel innviðafjárfestinga og þau verkefni sem blasa við til að styrkja innviði íslensks samfélags. Þá var einnig fjallað um ýmsar leiðir við að mæta þörfinni fyrir innviðafjárfestingar, bæði hreina fjárfestingu stórra sjóða í slíkum fjárfestingum sem og blandaðar leiðir með framlagi ríkis, sjóða og einkaaðila.

Þá hefur GAMMA unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir opinbera aðila, t.d. greiningu um áhrifaþætti Icesave samninga, ráðgjöf fyrir ýmsar þingnefndir um verðbólgu, gjaldeyrismál, mat á eignasafni fyrir Seðlabanka Íslands og fl.

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík er efnahagsráðgjafi GAMMA. Hann hefur gegnt stöðu forseta viðskiptadeildar HR, verið forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í fjármálum og hagfræði og forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Friðrik er nú formaður verkefnastjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. 

Senda grein