Fréttir4 ára saga GAMMA: EQUITY FUND

28.3.2017 Starfsemi

GAMMA: EQUITY Fund var stofnaður 25.mars árið 2013 og fagnar því 4 ára sögu um þessar mundir. Sjóðurinn hefur skilað eigendum sínum góðri ávöxtun en árleg ávöxtun frá stofnun er 18,5%.

Á þessu tímabili hefur íslenska hagkerfið gengið í gegnum ótrúlegan viðsnúning sem hefur skilað sér í góðri ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði. Sjóðurinn er nú um 4,2 ma. að stærð.

Hugmyndafræði sjóðsins er að nýta virka stýringu á innlendum hlutabréfamarkaði til að auka að raunvirði verðmæti eiganda sjóðsins. Fjárfestingastefna sjóðsins til lengri tíma er ákvörðuð með svokallaðri „top down“ aðferðafræði sem gengur út frá að greina fyrst horfur í hagkerfinu í heild og vinna svo áfram með niðurstöður þeirrar greiningar niður á hvert fyrirtæki á markaði. Þannig reyna sjóðsstjórar að greina undirverðlögð fyrirtæki frá yfirverðlögðum. Til skemmri tíma reyna sjóðsstjórar að kortleggja framboð og eftirspurn framundan en ójafnvægi þar á er ráðandi þáttur í verðlagningu til skamms tíma og geta því myndast skammtímatækifæri ef sú staða kemur upp.

Gammaequity4ara

**skv. upplýsingum frá www.keldan.is, allar ávöxtunartölur eru m.v. árlega ávöxtun
** Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð

GAMMA: EQUITY FUND er fjárfestingarsjóður, skv. lögum 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, sem fjárfestir að meginhluta í skráðum hlutabréfum. Sjóðurinn hefur einnig heimild til að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum, innlánum fjármálafyrirtækja, skuldabréfum með ríkisábyrgð og nýta sér afleiðusamninga til áhættustýringar eða sem hluta af fjárfestingarstefnu.

Sjóðstjórar GAMMA: EQUITY FUND eru Jóhann Gísli Jóhannesson og Valdimar Ármann. Jóhann starfaði áður sem sjóðsstjóri innlendra hlutabréfa hjá Íslandssjóðum frá 2013. Þá hefur einnig sinnt stundakennslu við hagfræðideild HÍ þar á meðal í afleiðukúrs frá árinu 2013. Jóhann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og lýkur meistaranámi í fjármálum við sama skóla nú í vor. Valdimar, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur, starfaði áður hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003-2006 og síðan í New York frá 2006-2008 hjá sama banka, og síðast RBS sem Vice President, Head of Inflation Structuring USA. Valdimar sinnir einnig stundakennslu í MSc. Fjármálahagfræði við HÍ sem aðjúnkt.

Allar frekari upplýsingar um sjóðinn, lykilupplýsingar, reglur, upplýsingablöð og útboðslýsingar má finna á heimasíðu GAMMA, www.gamma.is eða skrifstofu GAMMA við Garðastræti 37 í Reykjavík.

Senda grein