Fréttir



15.1.2019 : GAMMA Ráðgjöf lýkur fjármögnun á Genís

Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins og mun TFII, fagfjárfestasjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa, koma inn í félagið sem nýr hluthafi. GAMMA var ráðgjafi Genís við fjármögnunina.

Nánar

9.1.2019 : Fjármálamarkaðir í þunglyndi

Heilt yfir er staða Íslands góð og þó svo að blikur séu enn á lofti þá er staða hagkerfis, heimila og fyrirtækja sterk í grunninn. En þrátt fyrir ágæta stöðu þá var árið 2018 ekki gjöfult á eignamörkuðum. Valdimar Ármann skrifar í Markaðinn um fjármálamarkaðinn á nýliðnu ári og hugleiðingar um stöður og horfur.

Valdimar Ármann, CEO

Nánar

7.1.2019 : Vísitölur GAMMA - yfirlit yfir árið 2018

Ávöxtun á íslenskum fjármálamarkaði, mæld með Markaðsvísitölu GAMMA, var 3,7% á nýliðnu ári. Allar vísitölur GAMMA hækkuðu á árinu nema hlutabréfavísitalan og báru verðtryggð ríkisskuldabréf hæstu ávöxtunina yfir árið eða 8,0%. Vægi fyrirtækjaskuldabréfa vex úr 14,3% í 19,1% af markaðnum í Markaðsvísitölu GAMMA á meðan vægi óverðtryggðra ríkisskuldabréfa lækkar.

Nánar

2.1.2019 : Breyting á samsetningu hlutabréfavísitölu GAMMA

Samsetning hlutabréfavísitölu GAMMA tók breytingum um mánaðamótin. Frá og með 2. janúar 2019 bætist Sýn við vísitöluna á meðan Sjóvá og Heimavellir detta út.

Nánar

2.1.2019 : 600 milljónir á mánuði

Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, bendir á í grein í Markaðnum að stærsta kjarabót almennings á næstu árum muni felast í lægri vöxtum og verðbólgu.

Nánar

Eldri fréttir