Fréttir



Breyting á skammtímasjóðnum GAMMA: LIQUIDITY

11.2.2015 Starfsemi

Fjárfestingarstefnu GAMMA: LIQUIDITY hefur verið breytt til að mæta breyttum markaðsaðstæðum og fjölgunar valkosta fjármálagerninga til skemmri tíma.

Fjármálaeftirlitið hefur staðfest reglubreytingar Verðbréfasjóðs GAM Management. Er breytingin gerð til að mæta breyttum markaðsaðstæðum og fjölgunar valkosta fjármálagerninga til skemmri tíma. Í reglubreytingunni felst eftirfarandi: Heimild til fjárfestinga í innlánum er hækkuð úr 0-80% í 30-100% af eignum sjóðsdeildarinnar.

Einnig er heimild til fjárfestinga í skuldabréfum og víxlum útgefnum af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkisins nú 0-70% í stað 20-100% af eignum sjóðsdeildarinnar. Þá er bætt við heimild til fjárfestinga í víxlum útgefnum af fjármálafyrirtækjum að hámarki 30% af eignum sjóðsdeildarinnar, en að hámarki 10% af eignum sínum í útgáfum sama útgefanda.  

Nánari upplýsingar og reglur og útboðslýsingu má finna á heimasíðu sjóðsins hjá GAMMA hér: http://www.gamma.is/sjodir/gamma-liquidity/.

Einnig má fá nánari upplýsingar hjá sjóðsstjóra sjóðsins Valdimar Ármann í síma 519-3300 eða á emaili gamma@gamma.is

Senda grein