Fréttir



  • Gislihauksson-heimasida

Reuters: Íslendingar þurfa að fjárfesta meira erlendis

14.2.2018 Skoðun

Reuters fréttastofan ræddi við Gísla Hauksson um fjárfestingar Íslendinga erlendis.

Screen-Shot-2018-02-14-at-15.57.36

Eftir að gjaldeyrishöft hér á landi voru afnuminn hafa Íslendingar í auknum mæli horft til erlendra fjárfestinga í þeim tilgangi að dreifa eignasafni sínu og draga úr áhættu vegna sveiflukennds hagkerfis á Íslandi. 

Þetta sagði Gísli Hauksson, stjórnarformaður GAMMA og forstjóri GAMMA í London, í samtali við Reuters fréttastofuna í byrjun desember sl. Í frétt Reuters er rifjað upp að í kjölfar fjármálakrísunnar árið 2008 hafi gjaldeyrishöft verið sett á hér á landi, sem eðli málsins samkvæmt hindruðu Íslendinga í að fjárfesta erlendis.

Haft er eftir Gísla að lífeyrissjóðir, tryggingarfélög og heimili landsins séu með um 10-20% af fjárfestingum sínum í erlendum eignum. Að mati Gísla sé frekar viðunandi til lengri tíma að þetta hlutfall verði nær 40-50% og til að ná því hlutfalli þurfi íslenskir aðilar að fjárfesta að öðru óbreyttu fyrir um 26 milljarðar Bandaríkjadali erlendis.

„Ég er viss um að á næstu 5-10 árum mun verða stefnt að því að ná þessu hlutfalli í 40-50 prósent," segir Gísli í samtali við Reuters og bendir á að hlutfall erlendra eigna í öðrum opnum hagkerfum í Evrópu séu í flestum tilvikum mun hærri en á Íslandi. Nefnir hann sem dæmi Eystrasaltsríkin, þar sem hlutfall fjárfestinga erlendis er um 60%. Í náinni framtíð telur Gísli að færa þurfi um 7-9 milljarða dali yfir í erlendar eignir til að bæta hlutfallið hér á landi.

Fram kemur í frétt Reuters að jákvæðar efnahagsaðstæður hér á landi, styrking krónunnar og háir vextir hafi það í för með sér að íslenskir fjárfestar fari sér hægt í fjárfestingum erlendis. Þá kemur fram að lífeyrissjóðirnir séu enn að meta hversu mikið fjármagn þeir eigi að færa í erlendar eignir eftir að gjaldeyrishöftunum var aflétt.

Loks er haft eftir Gísla að þrátt fyrir jákvæðar aðstæður heima fyrir sé það skammgóður vermir að halda stórum hluta eigna sinna í íslenskum fjárfestingum eingöngu.

Sjá frétt Reuters.

Senda grein