Fréttir



Reykjavíkurskákmótið, GAMMA Reykjavik Open, er hafið

11.3.2015 Samfélagsmál

Reykjavíkurskákmótið var sett í Hörpu í gær og er mótið jafnframt afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. GAMMA er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins til næstu fjögurra ára.

Reykjavíkurskákmótið var sett í Hörpu í gær og er mótið jafnframt afmælismót Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. GAMMA er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins til næstu fjögurra ára.

„Það má segja að mótið hafi hafist með veðurhvelli en þrátt fyrir það hefur allt gengið mjög vel. Veðrið hafði þó einhver áhrif á okkur í gær.  Við ætluðum að fara með Kirsan Ilyumzhinov, forseta Alþjóðaskáksambandsins FIDE, að leiði Bobby Fischer en komumst ekki vegna veðurs,” segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Úrslitin á fyrsta degi mótsins vöktu athygli.

„Við fengum þrjú óvænt jafntefli í gær þar sem stigalægri menn komu á óvart. Í dag eru svo tefldar tvær umferðir og það er góð stemning í Hörpu,” segir Gunnar.

Metþátttaka er á mótinu í ár en 273 skákmenn frá 38 löndum taka þátt þar á meðal Agnar Tómas Möller, einn eigenda GAMMA. Þess má geta að í ár er þátttökumet á mótinu slegið fimmta árið í röð.  Keppendur eru á öllum aldri en rúmlega sjötíu ár eru á milli yngsta og elsta keppandans. Sá yngsti er tæplega tíu ára gamall og sá elsti, Páll G. Jónsson, er rúmlega áttræður, fæddur 1933.

Sterkasti keppandi mótsins er aserski stórmeistarinn, Shakhriyar Mamedyarov en hann er 13. stigahæsti skákmaður í heimi og tvöfaldur Evrópumeistari með skáksveit Aserbaídsjan. Þá keppir sterkasta skákkona heims, Tania Sachdev frá Indlandi og einnig núverandi heimsmeistari stúlkna undir 14 ára, hin kanadíska Zhou Qiyu.

Reykjavíkurskákmótið stendur frá 10. til 18. mars.

Senda grein