Fréttir



Ragnar Jónasson til liðs við GAMMA

17.2.2015 Starfsemi

Ragnar Jónasson hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur hjá GAMMA og mun jafnframt sinna verkefnum á sviði sérhæfðra fjárfestinga. Ragnar er með 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.

Ragnar Jónasson hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur GAMMA og mun jafnframt sinna verkefnum á sviði sérhæfðra fjárfestinga. Ragnar er með 15 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði.

Ragnar er cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands og héraðsdómslögmaður.

Hann hóf störf hjá fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings árið 2001 og starfaði síðar á lögfræðisviði bankans, þar af sem forstöðumaður 2005-2008. Ragnar var forstöðumaður lögfræðiráðgjafar Arion banka (Nýja Kaupþings banka) 2008-2009 og frá árinu 2009 hefur hann gegnt stöðu forstöðumanns skrifstofu slitastjórnar Kaupþings.

Ragnar er jafnframt stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Samhliða þessum störfum hefur Ragnar fengist við ritstörf og þýðingar. Hann hefur þýtt fjórtán bækur og er höfundur sex skáldsagna. Tvær bækur eftir Ragnar hafa komið út í Þýskalandi og tvær eru væntanlegar í enskri þýðingu.

Senda grein