Fréttir



Vísitölur GAMMA september 2014

3.10.2014 Vísitölur

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í september og nam meðaldagsveltan 7,9 milljörðum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% og nam meðaldagsveltan 54 milljónum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% og nam meðaldagsveltan 778 milljónum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í september og nam meðaldagsveltan 7,9 milljörðum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,2% í september og nam meðaldagsveltan 54 milljónum. Tvö ný bréf koma inn í vísitöluna þessi mánaðamót, LBANK CB 19 (0,6%) og REG3A 14 1 (6,3%), sem gerir heildarfjölda skuldabréfa innan vísitölunnar 18 talsins. Hlutfall verðtryggðra bréfa hækkar lítillega milli mánaða og er 83%. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkar um 12 milljarða og er 154 milljarðar. Líftími vísitölunnar hækkar um 0,1 og er 7,3 ár.

Samsetning Vísitölu fyrirtækjaskuldabréfa

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2% í september og nam meðaldagsveltan 778 milljónum. Mest hækkuðu bréf í N1 (6,2%) og Granda (4,8%). Mest lækkuðu bréf í TM (-4,7%) og Reginn (-4,1%).

Hlutabréfavísitalan var endurskoðuð um mánaðamótin og helst samsetning hennar óbreytt að þessu sinni. Vísitalan inniheldur því enn 11 félög: Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, TM, Vís, Fjarskipti (Vodafone), N1, Sjóvá og Granda. Samsetning vísitölunnar tekur mið af veltumestu fyrirtækjunum, þar sem gjaldgengum fyrirtækjum er raðað upp eftir veltu seinustu sex mánaða og þau eru síðan valin inn í vísitöluna hvert á fætur öðru þar til 90% af flotleiðréttu markaðsvirði allra gjaldgengra fyrirtækja er komið inn í vísitöluna. Gjaldgeng fyrirtæki teljast þau fyrirtæki sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ Iceland. Næsta endurstilling á sér stað áramótin 2014/15. 

Gengi vísitalna frá áramótum

Þeir sem óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita á emaili gamma@gamma.is eða í síma 519-3300.

Senda grein