Fréttir



Ellert Arnarson hefur störf hjá GAMMA

26.6.2013 Starfsemi

Ellert Arnarson, B.Sc. í stærðfræði og M.Sc. í fjármálahagfræði hóf nýverið störf hjá GAMMA.

Ellert Arnarson hóf störf hjá GAMMA nýverið. Hann er B.Sc. í stærðfræði og M.Sc. í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Ellert starfaði áður hjá DataMarket og Straumi fjárfestingarbanka.

Ellert hefur einnig sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands frá árinu 2009 og kennt dæmatíma í stærðfræðigreiningu, fjármálatölfræði og skuldabréfum.

Ellert brautskráðist með M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði vorið 2013 með einkunnina 9,27 og nefnist meistararitgerð hans Íslenskar eignaverðsvísitölur: Þróun eignaverðs og hagkvæm eignasöfn 2005-2013. Ritgerðina vann Ellert fyrir GAMMA og undir leiðsögn Valdimars Ármanns, aðjúnkts við Háskóla Íslands og sjóðsstjóra hjá GAMMA og Dr. Ásgeirs Jónssonar, lektors við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa GAMMA.

Frétt af vef Háskóla Íslands um útskrift Ellerts http://www.hi.is/frettir/tveir_kanditatar_med_agaetiseinkunn_i_hagfraedi

Senda grein