Fréttir



GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands

22.9.2011 Samfélagsmál

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur á milli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og GAMMA þar sem GAMMA verður einn af aðalstyrktaraðilum hljómsveitarinnar fram til ársins 2014.

GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslandsgammasinfo

Nýverið var undirritaður samningur á milli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og GAMMA þar sem GAMMA verður einn af aðalstyrktaraðilum Sinfóníunnar til ársins 2014.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA og Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands undirrituðu samstarfssamninginn.

,,Það er okkur hjá GAMMA sérstakt ánægjuefni að styðja við starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands næstu 3 árin. Metnaður og hæfileikar hljómsveitarinnar er eitthvað sem Íslendingar allir geta verið stoltir af og við hjá GAMMA erum sérlega ánægðir með að fá að tengjast," segir Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA.

,,Áhugi Íslendinga á tónlist er mikill og Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í að mæta þeim vaxandi áhuga. Stuðningur GAMMA við Sinfóníuhljómsveitina er mikilvægur og eflir frekari uppbyggingu á starfi okkar," segir Sigurður Nordal framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Senda grein