Fréttir



  • Eitt[1]

Friðjón Þórðarson til liðs við GAMMA

15.5.2017 Starfsemi

Friðjón Þórðarson hefur verið ráðinn verkefnastjóri á sviði sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA.

Friðjón hefur yfir 18 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Undanfarin ár hefur hefur hann setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og unnið sem ráðgjafi erlendra og innlendra fagfjárfesta. Þá var hann einn af stofnendum Vörðu Capital og hefur unnið sem ráðgjafi fjölda nýsköpunarfyrirtækja. 

Friðjón var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Virðingar hf. frá 2007 – 2009. Áður starfaði hann sem hluta- og skuldabréfamiðlari hjá Landsbréfum og síðar sem gjaldeyris- og afleiðumiðlari hjá Landsbanka Íslands árin 2000 - 2007. Þar áður starfaði hann við uppgjör og eftirlit afleiðusamninga hjá Íslandsbanka 1999 – 2000. 

Friðjón er með Global Executive MBA gráðu frá IE Business School.

Senda grein