Fréttir



Eignadreifing sem ber ávöxtun

18.10.2016 Starfsemi

Total Return Fund er fjárfestingarsjóður sem er opinn til fjárfestinga fyrir alla fjárfesta. Hann býður upp á umtalsverða eignadreifingu sem er mikilvæg í fjárfestingum til millilangs og langs tíma og beitir virkri stýringu með það að markmiði að skila jákvæðri raunávöxtun til fjárfesta.

Sjóðurinn hefur skilað 7,8% ávöxtun það sem af er ári og 11,3% ávöxtun síðastliðið ár.  Þetta er besti árangur í samanburði við aðra blandaða sjóði sbr. www.keldan.is og má sjá í töflu hér að neðan. Í samanburði við ávöxtun á markaði hefur ávöxtun á Markaðsvísitölu GAMMA verið 2,6% það sem af er ári og 6,4% síðastliðið ár.

Screen-Shot-2016-10-18-at-17.44.34GAMMA: Total Return Fund hefur víðtækar fjárfestingarheimildir og nýtir þær til að ná góðri eignadreifingu að teknu tilliti til ávöxtunarmöguleika og áhættu. Nú er um 30% fjárfest í dreifðu safni skuldabréfa, um helmingur í hlutabréfum og 20% í fagfjárfestasjóðum. Eftir erfitt gengi hlutabréfa það sem af er ári sjáum við tækifæri til að yfirvigta eignir sjóðsins aftur í hlutabréfum og er um 45% af eignum sjóðsins í skráðum hlutabréfum. Þá er eign sjóðsins í fagfjárfestasjóðum að mestu leyti sjóðir um íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þar sem við sjáum góð tækifæri næstu misseri, ásamt sjóðum um sérhæfða fjármögnun

Eignaskipting

Eignaskiptingtrfoct

Allar nánari upplýsingar um sjóðinn, reglur, útboðslýsingu og lykilupplýsingar má nálgast á heimasíðu sjóðsins hér: http://www.gamma.is/sjodir/gamma-total-return/. Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur er sjóðsstjóri sjóðsins. Valdimar er með langa reynslu af störfum á fjármálamarkaði, jafnt innanlands sem og erlendis, en hann starfaði um árabil hjá stórum alþjóðlegum bönkum í London og New York áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.

Nánari upplýsingar má einnig fá hjá Valdimar Ármann framkvæmdastjóra sjóða, email valdimar@gamma.is eða í síma 519-3300

Senda grein