Fréttir



Góð ávöxtun sjóða hjá GAMMA síðustu árin

13.12.2016 Starfsemi

Í skjali hér að neðan má sjá árangur sjóða hjá GAMMA frá stofndegi í samanburði við opinberar vísitölur.

Í meðfylgjandi yfirliti má sjá árangur sjóða GAMMA undanfarin 3 ár.  Myndin sýnir þróun á gengi sjóðanna frá stofndegi í samanburði við sambærilegar vísitölur yfir sama eignaflokk sem GAMMA reiknar og birtir opinberlega.  Með því að bera saman árangur sjóðanna við ávöxtun markaðar tryggjum við að árangur sjóðanna sé mældur á gagnsæjan og skilvirkan hátt þar sem vísitölurnar varpa ljósi á almenna þróun markaðar yfir tíma. Á þennan hátt er frammistaða virkrar stýringar metin og hvort sjóðsstjóri sé að skila í raun og veru umframávöxtun.

Screen-Shot-2016-12-13-at-15.14.12

Fyrirvari

Umfjöllun þessi felur ekki í sér fjárfestingarráðgjöf eða tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með verðbréf. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAMMA Capital Management hf. sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu samvisku miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara.

Þó svo að upplýsingar þær sem birtast í þessari umfjöllun komi frá heimildum sem við teljum vera áreiðanlegar og þó svo að við höfum lagt okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinganna á útgáfudegi, þá ábyrgjumst við ekki beint eða óbeint notagildi þeirra varðandi forspá um framtíðarávöxtun eða mat á núverandi verðgildi eða framtíðarverðgildi verðbréfa. Umfjöllunin ætti hvorki að skoðast sem fullnægjandi lýsing á þeim verðbréfum né á þeim mörkuðum sem hér er vitnað til. Skoðanir, sem látnar eru í ljós, kunna að vera ólíkar skoðunum á sama efni sem látnar eru í ljós af öðrum starfsmönnum GAMMA Capital Management hf. og stafar það af því að beitt er mismunandi forsendum eða aðferðafræði.

GAMMA Capital Management hf. er rekstrarfélag verðbréfasjóða GAMMA, fjárfestingarsjóða GAMMA og fagfjárfestasjóða GAMMA. Sjóðirnir eru ýmist verðbréfa-, fjárfestinga eða fagfjárfestasjóðir skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Nánari upplýsingar um áhættu og fjárfestingar má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingum sjóðanna, sem nálgast má á heimasíðu GAMMA Capital Management hf. eða á skrifstofu félagsins.

Almennt fylgir áhætta fjárfestingu í sjóðum og eignarhlutdeild getur rýrnað, aukist eða staðið í stað, m.a. vegna áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðils þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum.

Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. 

Fyrirvari

Einnig má sjá skjalið hér:  Arangur-sjoda-GAMMA

 

Senda grein