GAMMA Ráðgjöf

Starfsmenn GAMMA Ráðgjafar hafa víðtæka þekkingu og langa reynslu af eignastýringu, hagspám og öllum tegundum fjármálaviðskipta.

Á undanförnum árum höfum við veitt mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins ráðgjöf, auk þess að vinna greiningar fyrir stjórnvöld, sjóði, sveitarfélög og erlenda aðila. 

Verkefni sem GAMMA Ráðgjöf tekur að sér á sviði ráðgjafar og þjónustu:

  • Greining á fjárfestingarkostum
  • Greining á þjóðhagslegum ábata/kostnaði fjárfestinga
  • Stýring gjaldmiðla og vaxta, sem og notkun afleiða í skulda- og eignasöfnum
  • Uppreikningur og verðlagning skuldabréfa, skuldabréfavafninga og afleiðusamninga
  • Ráðgjöf um form og útgáfu skuldabréfa
  • Kaup og samsetning á fjármálaafurðum frá erlendum og innlendum fjármálastofnunum

Meðal aðila sem GAMMA Ráðgjöf hefur starfað fyrir má nefna:

  • Ýmsar nefndir Alþingis
  • Forsætis- og fjármálaráðuneytið
  • Landsvirkjun og HS ORKA
  • Samtök fjármálafyrirtækja
  • Íbúðalánasjóður
  • Tryggingasjóður innistæðueigenda
  • Marel, Reitir, Tryggingamiðstöðin, Sjóvá, CCP, Bláa lónið, MP Banki, HB Grandi
  • Seltjarnarnes, Reykjanesbær


Eldri verkefni

Ný skýrsla GAMMA Ráðgjafar um Auðlindagarð á Reykjanesi

Fjölþætt nýting jarðvarma á Reykjanesskaga var til umræðu á ráðstefnu sem HS Orka, Bláa Lónið og GAMMA Ráðgjöf stóðu fyrir í Hörpu í dag.

Nánar

Skýrsla: Sæstrengur og hagur heimila

Að beiðni Landsvirkjunar vann GAMMA ítarlega skýrslu áhrif sæstrengs á afkomu heimila landsins. Skýrslan hefur nú verið birt opinberlega.

Nánar

Verðtrygging - Nauðsyn eða val?

Samtök Fjármálafyrirtækja (SFF) kynntu ítarlega skýrslu um verðtryggingu, vexti og verðbólgu á Íslandi. Tveir starfsmenn GAMMA báru meginábyrgð á ritun skýrslunnar, þeir Ásgeir Jónsson og Valdimar Ármann. Nánar

Efnhagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035

Að beiðni Landsvirkjunar skrifaði GAMMA ítarlega skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035.

Nánar