Gallery GAMMA

Það hefur lengi verið almenn hefð fyrir því hérlendis að fólki kaupi bækur og listaverk til þess bæði að prýða híbýli sín og fjárfesta til framtíðar. Þessi hefð hefur skapað lífsskilyrði fyrir marga listamenn í gegnum tíðina auk þess að setja menningarbrag á heimili landsins. Við hjá GAMMA viljum vera trú þessari hefð auk þess sem góð list örvar hugann. Áhersla okkar er á nútímalist.

Gallery GAMMA er ætlað að kynna nútímalist fyrir almenningi. Það er staðsett á jarðhæðinni hjá okkur á Garðastræti og öllum heimill aðgangur án endurgjalds. Markmiðið er að opna 3-4 sýningar á ári. Það er síðan ætlun okkar til framtíðar að gera nútímalist að raunhæfum fjárfestingarkosti.