Lagalegur fyrirvari vegna vefsíðu

Upplýsingar á vefsíðu GAMMA Capital Management hf. (hér eftir „GAMMA“ eða „félagið“) eru birtar samkvæmt bestu vitund GAMMA á hverjum tíma.

Upplýsingar á vefsíðu GAMMA fela ekki í sér fjárfestingarráðgjöf, tilboð eða hvatningu um að eiga viðskipti með fjármálagerninga. Mat, álit og forspár endurspegla eingöngu skoðanir þeirra starfsmanna GAMMA sem vinna umfjöllunina og eru þær settar fram eftir bestu vitund miðað við útgáfudag og kunna að breytast án fyrirvara.

GAMMA ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum sem birtast á vefsíðu félagsins né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðu GAMMA.

GAMMA á höfundarétt á upplýsingum sem fram koma á vef félagsins, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. 

Viðskipti með fjármálagerninga eru mjög áhættusöm í eðli sínu. Athygli er vakin á því að söguleg ávöxtun gefur ekki vísbendingu um framtíðarávöxtun. GAMMA hvetur viðskiptamenn sína til að afla sér upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta og eftir atvikum annað sem viðkemur verðbréfaviðskiptum.

Framangreindir fyrirvarar eiga einnig við um allar upplýsingar og efni sem sett er fram af hálfu GAMMA á samfélagsmiðlum.

Lagalegur fyrirvari vegna tölvupósts

Upplýsingar sem fram koma í tölvupósti og eftir atvikum viðhengi, sendum frá netföngum skráðum á GAMMA, kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og er eingöngu ætlaður þeim sem hann er stílaður á. Tengist efni tölvupósts ekki starfsemi GAMMA er slíkt á ábyrgð þess starfsmanns sem sendir. Ef viðtakandi þessa tölvupósts er ekki réttur viðtakandi er hann vinsamlegast beðinn um að tilkynna sendanda og eyða tölvupóstinum og viðhengjum án þess að afrita, dreifa eða notfæra sér þau á nokkurn hátt skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti.

Persónuverndarskilmálar GAMMA Capital Management hf.

Þegar stofnað er til viðskipta við GAMMA Capital Management hf. veitir þú samþykki þitt fyrir þessum skilmálum, sbr. 1. tl. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Í samþykki þínu felst að Gamma Capital Management hf. safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við skilmála þessa eða eftir því sem lög heimila á hverjum tíma. GAMMA Capital Management hf. safnar persónuupplýsingum sem viðskiptavinir láta af hendi auk upplýsinga úr Þjóðskrá.

Upplýsingarnar kunna að vera notaðar í markaðslegum og lagalegum tilgangi. Upplýsingarnar eru enn fremur notaðar í tengslum við fríðindi til viðskiptavina í tengslum við stefnu GAMMA Capital Management hf. um samfélagslega ábyrgð.

GAMMA Capital Management hf. er heimilt að beina markaðssetningu að aðilum sem hafa samþykkt þessa skilmála, þrátt fyrir að þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá. Viðskiptavinir geta þó ávallt afþakkað samskipti vegna markaðsetningar félagsins.

GAMMA Capital Management hf. kann að veita samstarfsaðilum sínum aðgang að persónuupplýsingunum og vinnslu þeirra. Það er þó eingöngu heimilt séu málefnaleg eða lagaleg sjónarmið sem liggja því að baki. Jafnframt er GAMMA Capital Management hf. heimilt að halda utan um viðskiptamannaskrá og afhenda hana öðrum til frekari vinnslu, enda sé tryggt að farið sé með upplýsingarnar í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.

Viðskiptavinir GAMMA Capital Management hf. eiga rétt á að rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar séu leiðréttar, við þær aukið eða þeim eytt. Viðskiptavinir eiga rétt á að persónuupplýsingum sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær. Undantekning á þessu eru persónuupplýsingar sem félaginu ber skylda til að varðveita samkvæmt lögum eða öðrum reglum.

GAMMA Capital Management hf. safnar aldrei né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga.

Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.

Ábyrgðaraðili skv. 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. einnig 1. tl. 1. mgr. 20. gr. er:

GAMMA Capital Management hf., kt. 530608-0690
Katrínartúni 2
105 Reykjavík

Hér má nálgast persónuverndarstefnu GAMMA