GAMMA Árshátíð
Riverjet í Gullfossgljúfri
Láttu sérhæfða siglinga-snillinga þeysast með þig yfir flúðirnar í Gullfossgljúfri. Adrenalínið mun vonandi ekki bera þig ofurliði þegar kapteinninn neglir niður bensíngjöfinni og snýr þér í hringi á fleygiferð á sjálfri Hvítá í Gullfossgljúfri.
4x4 Buggy Ævintýri
Brunaðu á fjórhjóladrifnum Buggy bíl yfir moldarslóða, hraunbreiður og læki á vel útbúnum Buggy bíl, fullbúnum með sjálfskiptingu, veltigrind, fjögurra punkta sætisbelti og vökvastýrðum diskabremsum á öllum fjórum dekkjum.
ATH. einstaklingar mega ekki vera undi áhrifum áfengis í Buggy Ævintýri.
Hár & Förðun
Fáðu hárgreiðslu og/eða förðun hjá fagmönnum á meðan þú gæðir þér á kampavíni og Súkkulaðihúðuðum jarðaberjum.
Nudd og Næring
Skelltu þér í 30 mínútna nudd og slakaðu á svo þú getir tekið almennilega á því á dansgólfinu! Þú þarft á allri þinni orku að halda í kvöld.
Pottapartý
Eins og sönnum Íslendingi er einum lagið, skelltu þér í pottinn og láttu barþjóna bera í þig þína uppáhalds kokkteila. Pottapartý er ekki afþreyingarval, öllum er frjálst að kíkja í pottinn.