• Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða

Agnar Tómas Möller

Framkvæmdastjóri sjóða

M.Sc. í iðnaðarverkfræði

Netfang: agnar(at)gamma.is

Sími: 519 3302

Agnar Tómas Möller hefur starfað á íslenskum fjármálamarkaði frá árinu 2001 er hann hóf störf í greiningardeild Búnaðarbanka Íslands. Á árunum 2004–2006 starfaði hann í áhættustýringu Kaupþings og frá árinu 2006 til byrjunar árs 2008 vann Agnar í skuldabréfamiðlun Kaupþings. Agnar stýrir í dag meðal annars GAMMA: Iceland Fixed Income Fund sem er fyrsti sjóður í rekstri GAMMA og sá sjóður sem hefur verið leiðandi í notkun afleiða á íslenskum skuldabréfamarkaði í bráðum áratug.

Einnig hefur Agnar sinnt kennslu við Háskóla Íslands og skrifar reglulega í innlend blöð og tímarit um efnahagsmál. 

Agnar stofnaði GAMMA ásamt Gísla Haukssyni árið 2008.