Valur Fannar Þórsson

Sérhæfðar fjárfestingar

B.Sc. í rafmagns og tölvuverkfræði, 

M.Sc. í fjárfestingastjórnun

Netfang: valur(at)gamma.is

Sími: 519 3300


Áður en hann hóf störf hjá GAMMA starfaði Valur í áratug á ráðgjafarsviði KPMG með áherslu á fjármálagreiningu, verðmat fyrirtækja og fjármálagerninga, svo sem skuldabréf, kauprétti og aðrar sérsniðnar afleiður. Hann er sérfróður um fjármálalíkanagerð, svo sem fjárfestingaráætlanir, viðskiptaáætlanir og útreiknilíkön af öðrum toga. Hann var vottaður líkanasmiður hjá KPMG og tók m.a. þátt í ModelOff, Financial Modeling World Championship í Excel 2013. Ásamt þessu hefur hann verið aðstoðar- og/eða dæmatímakennari í Háskólanum í Reykjavík í greiningu og uppgjöri ársreikninga ásamt afleiðukúrsum í fjármálaverkfræði, viðskiptafræði og meistaranámi í endurskoðun.