PIMCO

GAMMA Capital Management hf. (GAMMA) hefur gert samstarfssamning við PIMCO Europe Ltd. þar sem GAMMA verður samstarfsaðili PIMCO á Íslandi, eins stærsta og virtasta sjóðastýringarfyrirtæki heims.

Í hverju felst samstarfið?PIMCO mynd

GAMMA sér um markaðssetningu á sjóðum PIMCO hér á landi til fagfjárfesta. Einnig skipuleggur GAMMA árlega ráðstefnu sem haldin er hérlendis fyrir íslenska fjárfesta þar sem fulltrúar PIMCO munu fara yfir greiningar félagsins á þróun og horfum í alþjóðlegum efnahagsmálum. GAMMA miðlar efni frá PIMCO um efnahagsmál til fjárfesta á Íslandi. Hægt er að skrá sig á póstlista erlendra greininga með því að senda póst á gamma (at) gamma.is.

Um PIMCO

PIMCO var stofnað árið 1971 og er eitt umsvifamesta sjóðastýringarfyrirtæki í heimi með um 1.300 milljarða USD í stýringu um mitt ár 2011 (eða um 95 falda landsframleiðslu Íslands). PIMCO veitir einnig ráðgjöf og eignastýringarþjónustu til fagfjárfesta, s.s. tryggingafélaga, seðlabanka, fyrirtækja og góðgerðastofnana. Frá stofnun hefur PIMCO stefnt að því að viðhalda og vernda eignir viðskiptavina sinna með áhættustýringu og ávöxtun að leiðarljósi. Félagið hefur upp á að bjóða fjölbreytt úrval fjárfestingarkosta í fjölda eignaflokka. 

Meðal viðskiptavina PIMCO eru milljónir einstaklinga, mörg stærstu tryggingarfélög og lífeyrissjóðir heims, góðgerðarsamtök ofl. Hjá PIMCO starfa um 1.800 manns á 11 skrifstofum í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og Ástralíu. PIMCO er í eigu Allianz S.E. Frekari upplýsingar um PIMCO má finna á vefsíðu félagsins.

Upplýsingar um sjóði PIMCO veitir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða, hjá GAMMA í síma 519 3300.