GAMMA: Global Invest

GAMMA: Global Invest

GAMMA: Global Invest hefur verið lokað. Global er fjárfestingarsjóður í evrum, skv. lögum 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Nánari upplýsingar

  • Gengisuppreikningur daglega.
  • Rafrænt skráður hjá Verðbréfaskráningu.
  • Sjóðurinn er í EUR

Sjóðsstjóri

Valdimar Ármann, sjóðsstjóri og forstjóri, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur.
Valdimar starfaði áður hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003 til 2006. Hann starfaði í New York frá 2006 til 2008 hjá sama banka, og síðar hjá RBS sem Vice President, Head of Inflation Structuring USA. Valdimar kennir einnig sem aðjúnkt í meistaranámi í fjármálahagfræði við Háskóla Íslands.

Áhætta

Ýmis áhætta felst í fjárfestingu í fjárfestingarsjóðum og er hann að jafnaði áhættumeiri en verðbréfasjóðir og getur gengi þeirra breyst töluvert. Það ber helst að geta markaðs-, vaxta-, gjaldmiðla-, lausafjár- og mótaðilaáhættu sem mynda óvissu um framvindu á verðbréfamarkaði.

Skattlagning

Skattaleg meðferð hlutdeildarskírteina í Fjárfestingarsjóði GAMMA fer eftir lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, eins og þau eru á hverjum tíma. Af hlutdeildarskírteinum í GAMMA: GLOBAL greiðist fjármagnstekjuskattur. Fjárfestar eru hvattir til þess að kynna sér skattalega stöðu sína og er ráðlagt að leita til sérfróðra aðila á því sviði, s.s. skattalögfræðinga eða endurskoðenda.

Ársreikningur GAMMA Global Invest