GAMMA: Iceland Fixed Income Fund

Aðferðarfræði GAMMA: Iceland Fixed Income Fund byggist á að finna og nýta tækifæri á íslenskum vaxtamarkaði, sérstaklega þar sem óraunsær munur hefur myndast á milli verðlagningar og undirliggjandi forsenda, einkum vegna tímabundinnar óskilvirkni á markaði og/eða mikils aðskilnaðar í verðmyndun á milli mismunandi eignaflokka. Samhliða því fer fram stöðug greining á framboði og eftirspurn í mismunandi skuldabréfaflokkum sem getur haft yfirgnæfandi áhrif á verðmyndun.

GAMMA: Iceland Fixed Income Fund er elsti starfandi sjóður sinnar tegundar á íslenska skuldabréfamarkaðnum.

Sjóðurinn er fagfjárfestasjóður. Reglur og fjárfestingarstefna sjóðsins liggja frammi fyrir fjárfesta á skrifstofum GAM Management hf að Garðastræti 37, 101 Reykjavík.

Allar frekari upplýsingar um sjóðinn veita starfsmenn GAMMA í síma 519 3300 eða í gegnum netfangið: gammaifif@gamma.is