GAMMA er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins

GAMMA Capital Mangement hf. (GAMMA) er aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins til 2018 en Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands og Agnar Tómas Möller, fyrir hönd GAMMA, skrifuðu undir samstarfssamning árið 2015 í húsakynnum GAMMA.

GAMMA hefur verið virkt í að styrkja skákíþróttina á Íslandi í gegnum árin og er þetta mikilvægur liður í því verkefni. 

„Reykjavíkurskákmótið er kjölfesta í íslensku skáklífi og ýtir undir grósku í skákinni. Fyrirkomulag mótsins höfðar vel til almennings sem vill fylgjast með spennandi einvígum og fjölmargir íslenskir skákmenn fá að spreyta sig á sterkum erlendum keppendum. Það mun skila öflugra skáklífi þegar fram í sækir“ sagði Agnar Tómas Möller við undirritun samstarfsamningsins.