GAMMA er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Og hljómgeislinn titrar, án ljóss og án litar,
ljómar upp andann, sálina hitar
og brotnar í brjóstsins strengjum.
Einar Benediktsson, Í DísarhöllSinfónían

Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð vorið 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis, sama ár og Þjóðleikhúsið var vígt. Hljómsveitin hefur um árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda vakið alþjóðlega athygli. Þá hefur hljómsveitin fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis. 

GAMMA er aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Við erum stolt af samstarfi okkar við hljómsveitina og ánægð með að geta tekið höndum saman með ástríðufullu fagfólki um þetta mikilvæga starf.