GAMMA Ráðgjöf

Starfsmenn GAMMA Ráðgjafar hafa víðtæka þekkingu og langa reynslu af eignastýringu, hagspám og öllum tegundum fjármálaviðskipta. 

Á undanförnum árum höfum við veitt mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins ráðgjöf, auk þess að vinna greiningar fyrir stjórnvöld, sjóði, sveitarfélög og erlenda aðila. 


Verkefni sem GAMMA Ráðgjöf tekur að sér á sviði ráðgjafar og þjónustu:

 • Greining á fjárfestingarkostum
 • Greining á þjóðhagslegum ábata/kostnaði fjárfestinga
 • Stýring gjaldmiðla og vaxta, sem og notkun afleiða í skulda- og eignasöfnum
 • Uppreikningur og verðlagning skuldabréfa, skuldabréfavafninga og afleiðusamninga
 • Ráðgjöf um form og útgáfu skuldabréfa
 • Kaup og samsetning á fjármálaafurðum frá erlendum og innlendum fjármálastofnunum

Meðal aðila sem GAMMA Ráðgjöf hefur starfað fyrir má nefna:

 • Ýmsar nefndir Alþingis
 • Forsætis- og fjármálaráðuneytið
 • Landsvirkjun og HS ORKA
 • Samtök fjármálafyrirtækja
 • Íbúðalánasjóður
 • Tryggingasjóður innistæðueigenda
 • Marel, Reitir, Tryggingamiðstöðin, Sjóvá, CCP, Bláa lónið, MP Banki, HB Grandi
 • Seltjarnarnes, Reykjanesbær

Ráðgjafarverkefni sem hafa verið gerð opinber:


Allar frekari upplýsingar veita starfsmenn GAMMA Ráðgjafar í síma 519 3300 eða á gamma(hja)gamma.is