Fréttir



Vísitölur GAMMA aðgengilegar í KODIAK Excel

20.3.2017 Vísitölur

Kóði hefur ákveðið að gera Vísitölur GAMMA aðgengilegar í gegnum KODIAK Excel. Þá verður meðal annars hægt að sækja gagnarunur vísitalna milli tveggja dagsetninga eða gildi á ákveðnum degi.

Um er að ræða allt vísitölusafn GAMMA, en þær eru sjö talsins, nánar tiltekið:

  • GAMMA: Corporate Bond Index (GAMMAcbi)
  • GAMMA: Equity Index (GAMMAei)
  • GAMMA: Government Bond Index (GAMMAgbi)
  • GAMMA: Multi Asset Index (GAMMAmai)
  • GAMMAcb: Sértryggt (GAMMAcb)
  • GAMMAi: Verðtryggt (GAMMAi)
  • GAMMAxi: Óverðtryggt (GAMMAxi)

Vísitölur GAMMA ná yfir hlutabréf, ríkisskuldabréf og skuldabréf fyrirtækja sem skráð eru í NASDAQ OMX Iceland, þ.e. íslensku kauphöllina. Fyrstu vísitölurnar voru reiknaðar og gefnar út árið 2009 og gafst þá í fyrsta skipti tækifæri til þess að bera ávöxtun skuldabréfasjóða við ávöxtun markaðarins. Síðan þá hefur þeim fjölgað statt og stöðugt í gegnum árin með aukinni veltu og stærð á íslenskum eignamörkuðum. Vísitölurnar sýna heildarávöxtun á markaði og eru almennt viðurkenndar og notaðar sem fjárfestingarviðmið hjá stofnanafjárfestum eins og lífeyrissjóðum og tryggingafélögum. Þær henta einnig vel til að fylgjast með almennri þróun á eignamörkuðum og í hvers kyns samanburð og greiningar. 

Vísitölurnar eru sendar út endurgjaldslaust í lok hvers viðskiptadags til áskrifenda. Söguleg gögn þeirra má nálgast á Datamarket, Bloomberg og nú KODIAK Excel, og er notkun þeirra heimil gegn því að heimildar sé getið. Allar nánari upplýsingar um Vísitölur GAMMA má nálgast á heimasíðu GAMMA hér: http://www.gamma.is/visitolur/[gamma.is]

Sem dæmi um notkun er hægt að sækja gildi Hlutabréfavísitölu GAMMA hinn 15. mars 2017 með skipuninni =IndexValueD(„GAMMAei“;“15.3.2017“). Hægt er að fá prufuaðgang að KODIAK Excel með því að senda póst á  info(at)kodi.is  og hér má nálgast frétt af síðu Kóða: http://blog.kodi.is/?p=371[blog.kodi.is]

Gamma-6

Hægt er að óska eftir að fá vísitölugildi send daglega í tölvupósti með því að láta vita á gamma(at)gamma.is eða síma 519-3300

Senda grein