Fréttir



Þóra Helgadóttir í viðtali hjá BBC

14.12.2017 Skoðun

Þóra Helgadóttir Frost, hagfræðingur hjá GAMMA í London, var meðal viðmælenda í útvarpsþætti BBC þar sem rætt var um áhrif Brexit á einstaka atvinnugreinar í Bretlandi.

Screen-Shot-2017-12-14-at-14.38.05

Bresk stjórnvöld hafa ekki framkvæmt mat á því hvaða áhrif brotthvarf Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) mun hafa á einstaka atvinnugreinar í landinu.

Fjallar var um málið í útvarpsþættinum Wake Up to Money á BBC sl. fimmtudag. Í þættinum var vitnað til orða David Davis, sem skipaður var sérstakur ráðherra Brexit viðræðnanna á síðasta ári, þar sem hann, aðspurður af þingmönnum breska þingsins, viðurkennir að ekki sé búið að framkvæma slíkt mat.

Þóra Helgadóttir Frost var meðal viðmælenda í þættinum. Hún hóf störf sem sérfræðingur hjá GAMMA í London fyrr á þessu ári en sat áður í fjármálaráði Alþingis. Hún starfaði áður sem hagfræðingur hjá breska Fjármálaráðinu (Office for Budget Responsibility) og þekkir því vel til breska hagkerfisins.

Þóra sagði í þættinum að í ljósi þess að nú hefði legið fyrir í nokkurn tíma að Bretar stefndu á útgöngu úr ESB, þá kæmi henni nokkuð á óvart að bresk yfirvöld hefðu ekki látið framkvæma slíkt mat. Þá sagði Þóra jafnframt að bresk stjórnvöld ættu að nýta hagfræðilíkön þar sem þau gætu gefið ákveðinn vegvísi um það sem koma skal.

Aðrir viðmælendur þáttarins tóku undir með Þóru. Þá var einnig rætt um um mögulega niðurstöðu í Brexit viðræðunum sem standa nú yfir og þá stöðu sem mun skapast þegar þær niðurstöður liggja fyrir.

Hægt er að hlusta á þáttinn HÉR. Umræðurnar byrja á 24. mínútu.

Senda grein