Fréttir



Góður árangur hlutabréfasjóða GAMMA

13.10.2016 Starfsemi

GAMMA rekur tvo hlutabréfasjóði, fjárfestingasjóðinn GAMMA: Equity sem er opinn almennum fjárfestum og fagfjárfestasjóðinn GAMMA: EQ1. Samtals eru þeir rúmlega 5 milljarðar að stærð

Hlutabréfasjóðir GAMMA hafa skilað mjög góðri ávöxtun undanfarin misseri. 

GAMMA: EQUITY Fund hefur skilað mjög góðri ávöxtun undanfarin misseri og er með bestu ávöxtun sl. 12 mánuði og aðeins annar af tveim sjóðum sem hefur skilað jákvæðri ávöxtun á árinu (skv. www.keldan.is). Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður, er um 2,7ma að stærð og opinn til fjárfestinga fyrir alla fjárfesta.

Sjóðstjórar GAMMA: EQUITY FUND eru Valdimar Ármann og Jóhann Gísli Jóhannesson. Valdimar, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur, starfaði áður hjá ABN AMRO í London við verðbólgutengdar afurðir frá 2003-2006 og síðan í New York frá 2006-2008 hjá sama banka, og síðast RBS sem Vice President, Head of Inflation Structuring USA. Valdimar sinnir einnig stundakennslu í MSc. Fjármálahagfræði við HÍ sem aðjúnkt. Jóhann starfði áður sem sjóðsstjóri innlendra hlutabréfa hjá Íslandssjóðum frá 2013. Þá hefur einnig sinnt stundakennslu við hagfræðideild HÍ þar á meðal í afleiðukúrs frá árinu 2013. Jóhann hefur lokið B.S gráðu í hagfræði með áherslu á fjármál við HÍ og leggur nú lokahönd á meistaranám sitt í fjármálum við sama skóla.
 
Allar frekari upplýsingar um sjóðina má finna, reglur, upplýsingablöð og útboðslýsingar má á heimasíðu GAMMA, www.gamma.is eða skrifstofu GAMMA við Garðastræti 37 í Reykjavík.
Senda grein