Fréttir



Málstofa um Sundabraut

26.5.2016 Skoðun Starfsemi Útgáfa

GAMMA stóð fyrir málstofu um Sundabraut í Tjarnarbíói þann 25. maí. Helstu hagsmunaaðilum verkefnisins var boðið á fundinn sem var vel sóttur en GAMMA ásamt LEX lögmannstofu hafa unnið að myndun starfshóps um að ræða kosti Sundabrautar.

GAMMA stóð fyrir málstofu um Sundabraut í Tjarnarbíói í gærmorgun þann 25. maí. Helstu hagsmunaaðilum verkefnisins var boðið á fundinn sem var vel sóttur en GAMMA ásamt LEX lögmannstofu hafa unnið að myndun starfshóps um að ræða kosti Sundabrautar.

Stefán Friðriksson, lánastjóri hjá norræna fjárfestingabankanum (NIB), hélt fyrsta erindi fundarins sem fjallaði um aðkomu NIB að einkaframkvæmdum og reynslu þeirra.

Baldvin Einarsson, sviðsstjóri rannsókna hjá EFLU verkfræðistofu, tók við af honum og fór yfir sögu Sundabrautar, allar þær mismunandi útfærslur sem hafa verið kannaðar og kostnað við þær.

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, átti síðasta erindi fundarins sem fór yfir efnahagslegt mikilvægi innviðafjárfestinga og uppsafnaða fjárfestingaþörf þeirra hér á landi.

Að lokum áttu sér stað áhugaverðar umræður sem Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdarstjóri sérhæfðra fjárfestinga hjá GAMMA, stýrði.

Stefán Friðriksson, lánastjóri hjá NIB
 
Senda grein