Fréttir



GAMMA Reykjavíkurskákmótið fimmti besti skákviðburður í heimi 2015

29.4.2016 Samfélagsmál

GAMMA Reykjavíkurskákmótið var fimmti besti skákviðburður heims í fyrra og varð í þriðja sæti yfir bestu opnu skákmót heims árið 2015.

GAMMA Reykjavíkurskákmótið varð í þriðja sæti yfir bestu opnu skákmót heims árið 2015 í kosningu innan samtaka atvinnuskákmanna (ACP). Gíbraltar- og Katarmótin urðu jöfn í efsta sæti. 

GAMMA Reykjavíkurskákmótið var jafnframt valinn fimmti besti skákviðburður heims í fyrra! Aðeins heimsbikarmótið í Bakú, Gíbraltar- og Katarmótin sem og heimsmeistaramótið í at- og hraðskák í Berlín fengu fleiri atkvæði meðal atvinnumanna í skák.

Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir umgjörð og skipulag GAMMA Reykjavíkurskákmótsins og íslensku skákhreyfingunni til sóma. Búið er að byggja upp skákmót á heimsmælikvarða og aðkoma GAMMA Capital Management sem aðalstyrktaraðila mótsins liður í að efla það enn frekar.

Ánægja með mótið í ár

Alls tóku 235 skákmenn frá 31 landi þátt í GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu sem haldið var í mars á þessu ári. Mikil ánægja var með mótshaldið og mótsstaðinn meðal erlendra gesta og því von á að mótið haldist í efstu sætum yfir bestu skákmótin í heimi að mati atvinnuskákmanna í ACP.

Erwin L‘Ami, sigurvegari GAMMA Reykjavíkurskákmótsins árið 2015

Senda grein