Fréttir



Miklar sveiflur í báðar áttir

3.2.2017 Skoðun

Valdimar Ármann framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA segir það hafa komið á óvart hversu mikill munur var á hækkun og lækkun bréfa hjá einstökum félögum á árinu sem er að líða í viðtali við Frjálsa verslun á dögunum

„Það hefur komið mest á óvart hversu mikill munur er á „bestu“ og „verstu“ frammistöðunni, þ.e. 100% hækkun á N1 á móti 33% lækkun á Icelandair. Það var viðbúið að gengi félaga með erlendar eignir og tekjur myndi fara illa út úr styrkingu krónunnar, eftir mikla fjölgun ferðamanna og jákvætt gjaldeyrisstreymi, og því yrði hagstæðara að fjárfesta í félögum í innlendum rekstri þetta árið en erlendum; en að munurinn yrði svona mikill kemur mjög á óvart. Þá hefur langþráð hækkun á gengi bréfa í Eimskip komið markaðnum nokkuð á óvart en það hafa orðið umtalsverð umskipti í rekstri hjá þeim.“ 

Valdimar segir erfitt að segja hvaða félög séu vinsælust hjá fjárfestum. „Icelandair var þar til um miðjan vetur þetta árið langvinsælasta félagið á markaðnum en hefur fallið hratt niður vinsældalistann í kjölfarið á neikvæðum afkomuviðvörunum á þessu ári og vonbrigðum með uppgjör.

Erfiðara er að segja núna hvaða félag er vinsælast. Það hefur orðið heldur meiri dreifing í vinsælustu félögunum, sem er jákvætt fyrir markaðinn í heild, en helst hafa aukist vinsældir félaga sem starfa mest á íslenskum markaði.“

En hvernig telur Valdimar að árið 2017 líti út? „Árið 2017 lítur vel út. Ísland er með heilbrigðan og góðan hagvöxt samhliða lítilli útlánaþenslu. Þá er Ísland með viðskiptaafgang við útlönd, ásamt því að hafa byggt upp mjög stóran óskuldsettan gjaldeyrisforða samhliða umtalsverðri styrkingu krónunnar. Einkaneysla er að aukast jafnt og þétt og umsvifin í hagkerfinu eru farin að hafa verulega jákvæð áhrif á fyrirtæki sem starfa á íslenskum markaði.“

Valdimar-heimasida

Það var viðbúið að gengi félaga með erlendar eignir og tekjur myndi fara illa út úr styrkingu krónunnar, eftir mikla fjölgun ferðamanna og jákvætt gjaldeyrisstreymi, og því yrði hagstæðara að fjárfesta í félögum í innlendum rekstri þetta árið en erlendum; en að munurinn yrði svona mikill kemur mjög á óvart.“

*Viðtalið birtist í 11. tölublaði Frjálsrar verslunar 
Screen-Shot-2017-02-01-at-16.27.32

Senda grein